Félag eldri borgara Garðabæ
Félag aldraðra í Garðabæ er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir ásamt íþrótta- og tómstundastarfi í samvinnu við Jónshús.
Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, upplýsingar um ferðir og hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.
Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!
Fréttir
Jólakveðja FEBG
Félagið sendir félögum sínum og Garðbæingum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á árinu 2026.
Þorrablót FEBG 2026 – Takið daginn frá!
Þorrablót FEBG 2026 verður haldið laugardaginn 24. janúar kl. 19:00. Takið daginn frá, nánari upplýsingar koma síðar.
Námskeið í Smiðjunni Kirkjulundi – Vor 2026
Skráning er hafin á Abler á námskeið sem haldin verða í Smiðjunni Kirkjulundi á vorönn 2026. Gler, trésmíði, postulínsmálun, leirlist og listmálun - eitthvað fyrir alla. Vertu með!
Skötuveisla í Jónshúsi
Skötuveisla verður í Jónshúsi 22. desember. Tvær tímasetningar í boði. Í boði verður skata og saltfiskur með kartöflum, rófum og hamsatólg ásamt rúgbrauði og smjöri. Ris a la mande með kirsuberjasósu í eftirrétt. Verð kr. 3.400. Skráning fer fram í ABLER og hefst 1. desember og lýkur mánudaginn 16. desember.
Jóladagskrá Jónshúss og FEBG
Jóladagskrá Jónshúss og FEBG stendur yfir frá 28. nóvember til og með 22. desember. Fjölbreytt dagskrá og mikið um að vera.
Jólahlaðborð FEBG í Jónshúsi 6 desember
Jólamatur a la Jói og Garðar í Jónshúsi. Jólahugvekja og frábær tónlistaratriði. Skráning er opin til 1. desember.


